Jerseyhringurinn
Jersey er lítil eyja, 14 km á lengd og 8 km á breidd. Eyjan er stærst og syðst Ermarsundseyjanna og liggur hún u.þ.b. 22 km norður af strönd Frakklands og 160 km suður af Stóra Bretlandi. Eyjan er einstaklega gróðursæl og landslag afar fallegt og fjölbreytt. Jersey er kjörin fyrir gönguferðir og eru gönguleiðir og göngustígar afbragðsgóðir. Skemmtilegast er að ganga hringinn í kringum eyna og skipta göngunni niður á 5 daga. Saga eyjarinnar er mjög áhugaverð og þar er að finna minjar allt frá steinöld. Varnarvirki, kastalar og turnar bera sögu síðastliðinna alda síðan vitni, en eyjan hefur þurft að verjast yfirgangi stórþjóða í gegnum tíðina. Jersey var hersetin af Þjóðverjum í fjögur ár í síðari heimstyrjöldinni og er einstaklega áhugavert að skoða minjar frá þeim tíma og heimsækja þýska stíðsminjasafnið, sem er neðanjarðar og átti að nýta sem sjúkrahús ef til innrásar Bandamanna hefði komið. Heimsóknir í skraut- og nytjagarða eru einnig mjög skemmtilegar t.d. í Lavandergarðinn, margverðlaunaða Orkídeuræktun Eric Young eða La Mare Vínbúgarðinn.
Í gönguferðinni í kringum Jersey er fléttað saman yndislegri útivist, hæfilegri áreynslu, náttúrufegurð, sögu og menningu. Góður tími er gefinn til að njóta og upplifa og eru dagleiðirnar frá 13- 19 km langar.
Fararstjórinn og ferðaskipuleggjandinn, Þórdís Eiríksdóttir, hefur búið á Jersey síðan 2008 . Hún kom þangað fyrst í sumarvinnu árið 1974 og hefur æ síðan verið tengd eynni sterkum böndum. Þórdís starfaði lengi við ferðaþjónustu á Íslandi, fyrst hjá Ferðaþjónustu bænda og síðar við skipulagningu ráðstefna, funda ofl. hjá Háskóla Íslands. Einnig rak Þórdís sumarhótel á Snæfellsnesi í 3 sumur. Þórdís lauk leiðsögumannaprófi frá Leiðsöguskóla Íslands árið 1995 og prófi fyrir leiðsögumenn á Jersey árið 2008 og hefur síðan tekið á móti hópum á Jersey og farið með Jerseybúa til Íslands.
Á meðan á dvölinni stendur er gist á Radisson Sas Blu hótelinu í St. Helier. Það stendur við snekkjuhöfnina í St Helier með útsýni yfir Elísabetarkastala í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá miðbænum. Hótelið er nýtt og er aðbúnaður allur hinn besti. Sérstaklega er notalegt að njóta veitinga á veröndinni og horfa yfir höfnina og kastalann. Hægt er að fá kvöldmat á hótelinu og stutt að ganga á aðra veitingastaði.
Á göngudögum verður farið frá hótelinu um níuleytið á morgnanna annað hvort með rútu eða strætó og komið til baka í lok dags. Ekki er þörf á að ganga með mikinn farangur því allstaðar er að finna litla, sæta staði eða söluturna til að kaupa sér hressingu á leiðinni.
Þetta er vinsælasta gönguleiðin í Jersey og gefur hún mjög góða yfirsýn yfir eyna og helstu staði. Gönguleiðin er fjölbreytt, gengið er á ströndinni, á klettastígum, sveitavegum og moldargötum. Allar gönguleiðir eru góðar og greinilegar og við hæfi flestra. Nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm og með göngustafi, nema á fyrsta degi.
Dagur 1:
Komið til Jersey í eftirmiðdaginn. Flogið er frá London, Gatwick og tekur flugið um 50 mín.
Rúta og fararstjóri sækja á flugvöllinn og aka á Radisson hótelið.
Kl 19 verður hist á hótelbarnum og farið yfir dagskrána. Þeir sem vilja fara svo saman út að borða.
Dagur 2:
St. Helier – Gorey, 13 km.
Dagurinn byrjar með stuttri heimsókn í miðbæinn þar sem stiklað verður á stóru um sögu eyjarinnar. Síðan er lagt land undir fót og gengið eftir stöndinni frá St Helier til Gorey. Leiðin er 13 km löng og frekar létt því mest er gengið í fjörunni og lítið um klettapríl. Áætlaður göngutími með stoppum er ca 4 klst. þannig að hægt er að nýta eftirmiðdaginn til að skoða Gorey og kastalann þar, heimsækja söfn eða garða nú eða bara slappa af í hótelsundlauginni eða á ströndinni. Strætó í bæinn.
Hér eru slóðir á nokkra staðina:
Dagur 3:
Gorey – Bouley Bay, 13 km.
Strætó er tekinn til Gorey um níuleytið. Gorey er mjög fallegur lítill bær með ferðamannaverslunum, veitingastöðum og stórkostlegum kastala. Gengið verður upp úr bænum og yfir hæðina þar sem fram undan eru falleg sjávarþorp við víkur og voga. Fjölbreyttar gönguleiðir og svolítið um hækkun og lækkun. Stoppað verður í Rozel fiskimannabænum og síðasti áfanginn er svo genginn eftir klettastígum til Bouley Bay. Áætluð koma þangað er um 3 leytið. Strætó í bæinn.
Dagur 4:
Bouley Bay – Greve de Lecq, 16 km.
Rúta sækir okkur á hótelið um níuleytið og ekur til Bouley Bay. Gengið verður eftir norðurströndinni til Greve de Lecq. Í dag er leiðin nokkuð mishæðótt, falleg útsýni yfir klettana og strönd Frakklands er skammt undan. Þetta svæði var vinsælt af smyglurum á árum áður og tengjast því margar skemmtilegar sögur. Fyrsta stoppið verður í Bonne Nuit Bay en síðan verður tekið gott hádegisverðarstopp þegar mesta erfiðið er afstaðið eftir u.þ.b. helming leiðarinnar. Á síðari hluta leiðarinnar munum við ganga nálægt La Mare Vínbúgarðinum þar sem gaman er að líta við. Endastaðurinn er Greve de Lecq , sem er lítill og vinsæll baðstaður með veitingastöðum á bryggjunni.
Dagur 5:
Frjáls dagur.
Eftir þrjá göngudaga er gott að fá sér tilbreytingu. Gaman er að fara í dagsferð annaðhvort yfir til St Malo í Frakklandi, eða til einhverra hinna Ermarsundseyjanna, t.d. Guernsey eða Sark. Siglingin tekur u.þ.b. klukkustund og er höfnin í göngufjarlægð frá hótelinu.
Einnig er áhugavert að skoða söfnin í Jersey, verslanir eru góðar og enginn virðisaukaskattur er á vörum. Afslöppun í sól og sandi er líka notaleg eða heimsókn í spa eða hótelsundlaug ef ekki virðrar til strandlífs. Fjölmargir golfvellir eru einnig á Jersey og ekki erfitt að fá rástíma á sumum þeirra.
Dagur 6:
Greve de Lecq – Corbiere, 19 km.
Lagt verður af stað um níuleytið og ekið til Greve de Lecq. Þaðan er gengið eftir klettastígum til Gronez, sem er útvörður eyjarinnar í norð-vestur. Þar eru gamlar kastalarústir og útsýni yfir til hinna Ermarsundseyjanna. Stefnan er síðan tekin í vestur og gengið eftir St Ouen ströndinni eða „The 5 mile beach“. Nú erum við á þeim hluta eyjarinnar sem snýr í átt til Bretlands og hernaðarmannvirki frá tímum Þjóðverjanna eru mikilúðleg. Við skoðum þau, en njótum samt fyrst og fremst náttúrufegurðinnar á vesturströndinni, þar sem fuglalíf er mikið og náttúran óspillt. Göngunni líkur við Corbiere vitann, fallegan hvítan vita sem prýðir mörg póstkortin frá Jersey.
Dagur 7:
Corbiere – St. Helier, 19 km.
Í dag verður hringnum lokað og dagurinn tekinn snemma. Fyrsta stopp dagsins er St. Brelade´s vogurinn sem skartar einni fallegustu baðstönd eyjarinnar. Þar er líka mjög falleg kirkja sem við skoðum og sjálfsagt langar marga að stoppa lengur og fá sér hressingu á þessum fallega stað. Haldið er áfram eftir ströndinni og upp á Normoint höfða þar sem útsýni er yfir St. Aubins flóa og endastöðina St. Helier. Við staðnæmumst í St Aubins, sem er mjög fallegur bær og sá næst stærsti á eynni. Þaðan sigldu skipin forðum til Nýfundnalands og nýlendanna í suðri en siglingar og verslun er einmitt undirstaða velmegunnar á Jersey. Síðustu 5 kílómetrana göngum við annaðhvort eftir ströndinni eða á göngustígnum sem liggur meðfram henni.
Dagur 8:
Frjáls dagur.
Tilvalið er að gera eitthvað af því sem ekki vannst tími til að gera á miðvikudeginum. Athugið að verð ferðarinnar er það sama hvort sem gist er 7 eða 8 nætur.
Dagur 9:
Brottför frá hóteli um morguninn.
Aðrar brottfarir og sérhópar eftir samkomulagi.
Innifalið í verði ferðar:
Akstur til og frá flugvelli, ferðir til og frá upphafsstað göngu, gisting og morgunverður alla dagana. Íslensk fararstjórn allan tímann.
Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi.
Allar upplýsingar um ferðina gefur Þórdís Eiríksdóttir, thordise@gmail.com
Söluaðili er JerseyJourney Boutique sem er lítil og persónuleg ferðaskrifstofa í St. Helier.
Bókanir og frekari upplýsingar: info@journeyboutique.com
Ath. flug er ekki innifalið í verði. Hægt er að bóka flug til London, Gatwick með Icelandair og Wow Air og framhaldsflug til Jersey annaðhvort með British Airways eða Easy Jet.